// Þóra Rós

Ég lærði listdansnám í Mexíkó og fór svo þaðan til Evrópu að kenna og hafa atvinnu af dansinum. Ég snéri aftur til Íslands árið 2012 og fór þá að stunda yoga af kappi og endaði á því að fara í yogakennaranám hjá Ingibjörgu í Yoga Shala. Að námi loknu stofnaði ég 101 YOGA. Mér finnst mikilvægt að geta kennt yoga í minni rýmum. Þá er hægt að leggja áherslu á persónulega yogatíma því jú hver og einn er með mismunandi markmið og þarfir í hverjum tíma og nauðsynlegt er að sinna því.  Í yogatímunum mínum legg ég áherslu á jákvæða orku, djúpöndun og góða slökun.

Það er mín einlæg trú að yoga getur bætt heiminn, en það byrjar nú allt með okkur sjálfum  yoga skapar skýran hug í hraustum líkama. Yoga hefur kennt mér að hugsa og fylgja hjartanu og ég vil kenna öðrum að gera það sama.

 Yoga kennir manni svo margt og þá helst hvað það er mikilvægt í nútímasamfélagi að leyfa sér að hægja aðeins á, leyfa öndunni, hjartslættinum og fólkinu í kringum þig að staldra aðeins við og anda.

 


// Gulmira

In 2012 I was introduced to Ashtanga Yoga  in Yoga Shala Reykjavik. Even though I have been practicing yoga for a one year before, after I tried the first Ashtanga class I was not sure as this type of yoga suited me where everyone seemed to be much more flexible and stronger than me. 

But I still decided to give it a chance. One of the things I loved most about the class was that it was very focused on the fact that “you are exactly at each point where you need to be.” So, if you can’t hit the pose you can do an easier version, it’s all-good. It happens when you’re ready. 

After a short while practicing Ashtanga I noticed how my intention changed from the strictly physical practice and being in competitive mode for more acceptive one and that changed me. I became more aware and calmer and I started to observe things on a deeper level, like what emotions where going through me. I became interested to learn more about the philosophy of Ashtanga Yoga, and when I came across the yamas and niyamas (how to take full ownership of your life), that helped me to follow a more yogic lifestyle off the mat. 

I have practiced Ashtanga yoga for four years and I am more and more fascinated by this type of yoga.  In 2015 I completed my 200h Teacher Training Course with Ingibjörg Stefansdottir and I started to teach the beginner cource right away.

In January 2016 I went to Thailand for a Yoga Retreat and Yoga Workshop: Energy healing by Petri Raisanen and Yogic Culture and Philosophy by Måns Broo.  Other teachers that I´ve learn from are: Alexander Medin, Petri Rainsanen, Maria Boox, Laruga Glaser, Elena Mironov, Julie Martin

Besides practicing and teaching yoga I am a kindergarten teacher. I use a lot of yoga with my little children. They like to explore different poses and they always love to take part. I feel like there is never enough knowledge about yoga in my head, so I feel like my journey is only at the beginning. 


Arna //

Ég byrjaði að stunda yoga árið 2011 þegar ég bjó í Ekvador. Þar mætti ég reglulega í Vinyasa flæðistíma í yndislegu yogastúdíói en fór svo á ferðalag um Mið-Ameríku og hætti þá í nokkrar vikur. Það var ekki fyrr en þá sem ég gerði mér grein fyrir því hversu ótrúlega góð áhrif yoga hafði á mig því líkaminn gjörsamlega kallaði á það. Ég vissi þá að það yrði alltaf partur af lífi mínu. Til að byrja með hafði ég mestan áhuga á líkamlegu áhrifunum, en eftir reglulega iðkun fór ég að veita meiri athygli að jákvæðu áhrifunum sem þetta hafði á mig andlega. 

Draumurinn um að verða yogakennari varð að veruleika árið 2015 þegar ég fór í yogakennaranám hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur í YogaShala. Það var ótrúlega lærdómsríkt og gefandi nám – og ég veit fátt skemmtilegra en að geta deilt þessu með öðrum og fylgjast með yogaferðalagi þeirra. Ég hef tekið námskeið/workshop hjá ýmsum kennurum í gegnum tíðina m.a.: Julie Martin, Peter Sterios, Elena Mironov, Whitney Bennett, Verónica Gamio, Emily Kuser, Laruga Glaser o.fl. 

Ég æfi sjálf Vinyasa og Ashtanga yoga. Í yogatímunum mínum legg ég mikla áherslu á öndunina og kraftmikið, djúpt flæði í takt við hana. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa kynnst yoga og að fá tækifæri til þess að kenna! Ég trúi því að yoga geti verið gott fyrir alla & skora á sem flesta að prófa til þess að upplifa af eigin raun ☺ 


RAKEL // 

Ég er 32 ára reykvíkingur og hef stundað ýmis konar jóga, með hléum, síðan ég var unglingur. Í gegnum árin hefur það verið mitt athvarf. Mér líður best þegar ég hef nóg fyrir stafni og umkringd þeim sem mér þykir vænt um. Stunda jóga í bland við almenna líkamsrækt og útivist.Í janúar 2015 útskrifaðist ég sem Jóga nidra kennari frá Amrit Yoga Institute og byrjaði að kenna fljótlega á eftir. Það var svo í júní 2016 sem ég útskrifaðist úr 240 tíma kennaranámi frá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar. 

Nidra tímarnir henta öllum sem náð hafa unglingsaldri, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Þá henta þeir sérstaklega vel þeim sem hafa takmarkaða hreyfigetu til að njóta ávinnings jóga. Hver tími opnar með kynningu og lèttri upphitun (stöður/öndun) en meirihluti tímans fer fram í liggjandi stöðu (líkstöðunni).

Þar sem líkamleg áreynsla er í lágmarki er sérstakur klæðnaður óþarfur. Nidra þýðir svefn og er forn jógaástundun, stundum kallað jógískur svefn en ólíkt svefni er um meðvitaða leidda djúpslökun að ræða. Aðferðin er mjög áhrifarík til að kyrra hugann og ná þannig djúpri slökun og er um leið verkfæri til að öðlast betri stjórn á hugsunum og brjóta upp neikvæð mynstur. Þetta er kjörin aðferð sem allir ættu að geta nýtt sér til að losa um þá streitu og spennu sem fylgir hraða og annríki nútímans. Það eina sem þarf að gera er að láta fara vel um sig og fylgja leiðsögn kennarans. 


GÍGJA //

Gígja Bjargardóttir hefur stundað Kundalini jóga í nokkur ár og útskrifaðist sem kennari árið 2015. Kundalini jóga hefur haft ótrúlega umbreytandi áhrif á líf hennar og fært henni sátt, hamingju og traust. Í gegnum í jógað hefur hún fengið ótal verkfæri sem hjálpa henni að takast á við verkefni lífsins af kyrrð og kærleika. Kundalini yoga er kraftmikið og umbreytandi yoga, sem vinnur að jafnvægi hugar, líkama og sálar. Það er markvisst kerfi sem byggir á yogaæfingum, öndunaræfingum, möntrum og slökun. Yogað er sérstaklega styrkjandi fyrir líkamann, svo sem taugakerfið, ónæmiskerfið og innkirtlakerfið, en ekki síður áhrifamikið fyrir andlega heilsu. Í hverjum tima er tekin fyrir ákveðin Kriya, sem er röð af æfingu, sem hafa markviss áhrif á eitthvað tiltekið, slökun, og hugleiðsla. Kundalini hentar öllum, byrjendum sem og lengra komnum

 

 

 

 

 

 

 


HILDUR  //

Hildur Bjarnadóttir, eigandi hb yoga,  ( www.hbyoga.is)  fór á byrjendanámskeið í Asthanga Yoga hjá Ingibjörgu Stefáns árið 2007 og hefur stundað yoga síðan.
Hún var í mjög krefjandi vinnu á þessum tíma og segir stundum að yogað hafi bjargað lífi sínu, þarna fann hún það sem hún hafði leitað að.

Árið 2012 fór hún kennaranám til Ingibjargar í Yoga Shala og útskrifaðist þaðan ári síðar. Hún hefur einnig lært undir handleiðslu margra frábærra kennara svo sem Julie Martin, Alexander Medin, Michael Gannon, Lucas Rockwood, Mark Robberds, Ryan Leier, Laruga Glaser og Elena Mironov. 

Hún fór á kennaranámskeið hjá Lucas Rockwood hjá Yogabody Fitness í Yoga Trapeze árið 2016 og hlakkar til að miðla reynslu sinni áfram.

Hildur kennir Vinyasa flæði, Ashtanga og Trapeze Yoga í 101 Yoga, ásamt því að kenna Hot Yoga í Reebok Fitness.