Staldraðu við og taktu stjórn á eigin hugsunum og líkama.

Vinnustaða Yoga og Heilsukynning.

Vinnustaða yoga eru einfaldar og áhrifaríkar æfingar sem innihalda líkamsstyrkingu, líkams vitund og öndunaræfingar.

Það er mikilvægt að hlúa að okkur á hverjum degi og rannsóknir hafa sýnt að stunda jóga reglulega, skilar sér í betri líðan, meiri afköstum og aukinni ánægju í starfi og leik.

Ég fer yfir af hverju Öndun-Taugakerfið-0rkustjórnun og Hormón heilans eru mikilvæg atriði þegar það kemur að heilsu. Ég enda síðan hverja kynningu á öndunaræfingum og jóga.

Ef þú vilt fá jóga og fyrirlestur í fyrirtækið

 hafðu samband og við finnum tíma.


Pop -Up Yoga

Við eigum það til að gefa okkur ekki nægan tíma til að huga að okkur sjálfum bæði líkama og sál. Pop-Up Yoga er fullkominn 90 mín tími til að ná stjórn á huganum með öndun og styrkja líkamann með jógastöðum. Síðustu 30 mínúturnar fara síðan í djúpar teygjur og djúpslökun.

Sjá nánar um Pop-Up Yoga .

Þóra Rós

Ég stofnaði 101 yoga með þeirri ástríðu hjálpa fólki að finna drifkraftinn og styrkja í leiðinni líkama og sál með yoga, hreyfingu og öndunaræfingum.

Ég er lærður jógakennari og dansari með yfir 15 ára reynslu í að kenna dans, setja upp danssýningar og viðburði, en jóga hefur átt hug minn allan síðastliðin 7 ár. Dansþráin hefur komið mér víða og leyft mér að ferðast um heiminn og ég útskrifaðist sem listdansari frá Performing Art School í Puebla, Mexíkó þar sem ég bjó og starfaði í 4 ár.

Fyrir mér snýst jóga um að vera meðvituð um öndunina, hugsanirnar og líkamann. Að geta valið hvernig ég ætla að eyða orkunni minni yfir daginn og finna fyrir vellíðunar tilfinningu eftir hvern jógatíma.

Umsagnir

Þóra hefur verið að mæta á skrifstofu STEFs á þriðjudagsmorgnum og gert þá að helgum stundum.
Tímarnir brjóta skemmtilega upp á daginn og eftir að hafa liðkað skrokkinn og kjarnað sig aðeins snýr maður endurnærður til vinnu.
— Arnar Úlfur Úlfur
Æðislegur yogatími.
Hún er frábær kennari og brennur augljóslega fyrir kennslunni sinni. Mæli eindregið með.
— Aldís Hamiltion leikkona
Mín upplifun er að jógastund er dásamlegt uppbrot á hversdagsleikanum, eykur orku og tengir okkur vinnufélagana betur saman.
Jóga með Þóru er er tilhlökkunarefni alla vikuna.
— Anja Ísabella
Fyrir okkur sem sitjum og störum á skjá allan daginn er þetta algjör lífselixír og ég gæti ekki mælt meira með Þóru fyrir aðra vinnustaði.
— Starfsfólk hjá STEF
Yoga var fyrsta hreyfingin sem ég byrjaði að stunda eftir að hafa fætt mitt fyrsta barn. Þóra er yndislegur jógakennari með hlýja og góða nærveru og notalega rödd. Gæti ekki mælt meira með henni og námskeiðinu.
— Dýrleif ljósmóðir
Jógatímarnir gera rosalega mikið fyrir mig og ég nýt þess að eiga þessa stund fyrir mig ein með engri truflun frá öðru fólki. Þóra hefur svo góða nærveru og leiðbeinir einstaklega vel.
— Sonja jógaiðkandi